top of page

Já og ...

Markmið:

Að þjálfa orðaforða

 

Aldur:

6-11 ára

 

Fjöldi:

Tveir og tveir saman

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Nemendur eru í pörum. Nemand A byrjar á því að segja t.d. "já og það er rigning". Nemandi B á að passa sig að útiloka ekki hugmynd nemanda A og á að byggja ofan á það sem nemandi A sagði með því að segja "já og ég er með regnhlíf". Þá getur nemandi A svarað með því að segja "já og við getum skýlt okkur undir henni og svona heldur samtalið áfram. 

 

Heimild:

David Farmer. (2005). 101 drama games and activities. S.l.: Lulu

Stafrófssamtalið

Markmið:

Að æfa stafrófið og þjálfa orðaforða

 

Aldur:

9-11 ára

 

Fjöldi:

Tveir og tveir saman

 

Gögn:

Sýnilegt starfróf

 

Lýsing: 

Kennari hefur stafrófið sýnilegt. Nemandi A byrjar samtalið þannig að setningin byrjar á bókstafnum A, nemandi B svarar setningunni með því að byrja setningu á bókstafnum Á. Nemandi A svarar því samtalinu með setningu sem byrjar á bókstafnum B og þannig heldur þetta áfram þar til stafrófið er búið. 

 

Heimild:

David Farmer. (2005). 101 drama games and activities. S.l.: Lulu

Skrifað eftir myndum

Markmið:

Að læra að skrifa sögu á íslensku

 

Aldir:

9-11 ára

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Blað, blýantur, dagblað, karton, skæri og lím

 

Lýsing:

Nemendur klippa út nokkrar myndir sem þeim lýst vel á úr dagblaði. Næst líma þeir myndirnar á kartonið og búa til sögu sem tengist myndunum

 

Hugmynd af leik:

Niels E. Blindslev, Sigurður Helgason og Peter Sugar. (1989). Leikir fyrir alla. Reykjavík: Vaka

 

Að skoða í huganum

Markmið:

Að þjálfa einbeitningu og stafsetningu

 

Aldur: 

6-9 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Skriffæri og blað

 

Lýsing:

Nemendur sita í sætum sínum með blað og skriffæri. Kennari spyr ýmsar spurningar um stofuna, til dæmis:

- hvað eru margir gluggar?

- Hvernig eru veggirnir á litinn?

- Hvernig er taflan á litin?

- Hvað eru margar hurðar?

- Hvað eru mörg borð í stofunni?

- Hvað eru margir nemendur?

- Hvernig eru buxurnar kennarans á litin?

 

o.s.frv.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/ad-skoda-i-huganum/

Stafrófsleikur

Markmið:

Að læra íslenska stafrófið og þjálfa hugmyndaflugið

 

Aldur:

6-9 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Stafrófið

 

Lýsing:

Kennari hefur stafrófið sýnilegt upp á töflu. Nemendur sitja í sætum sínum og velur kennari nemendur eftir handahófi. Fyrsti nemandinn sem kennari velur á að finna þrjú orð sem byrjar á fyrsta stafnum í stafrófinu. Næsti nemandi sem kennari velur á að finna þrjú orð sem byrjar á næsta staf í stafrófinu og heldur þetta áfram þar til allir stafirnir í stafrófinu eru búnir.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/fra-a-til-o/

bottom of page