top of page

Ég heiti Karen Birgisdóttir og 27 ára gömul. Ég er fædd á Siglufirði þar sem ég ólst einnig upp. Eftir að hafa klárað stúdentinn við MA fór ég sem au-pair til Spánar þar sem ég kynntist manninum mínum, Kashif Mehmood. Við giftum okkur árið 2013 og búum á Siglufirði. Þetta verkefni er hluti af lokaverkefni mínu í grunnskóla-kennarafræði við HÍ sem ég hef unnið í fjarnámi og kjörsvið mitt er enska. Í gegnum námið hefur áhugi minn á fjölmenningu og tungumálum aukist og þá sérstaklega tvítyngi barna þar sem maðurinn minn er frá Pakistan og því tvítyngd börn í okkar framtíð.

Ég heiti Ólöf Sighvatsdóttir og er 27 ára gömul. Ég bý í Reykjavík ásamt dóttur minni. Ég fæddist í Reykjavík en flutti til Siglufjarðar þegar ég var rúmlega eins árs. Þegar grunn-skólanum lauk á Siglufirði, flutti ég suður og hóf nám í menntaskóla. Skólinn sem ég valdi var Mennta-skólinn við Sund. Þaðan útskrifaðist ég árið 2009. Nú er ég á þriðja ári í Háskóla Íslands í grunnskólakennara-fræði. Mín kjörsvið eru stærðfræði og náttúrufræði. Ég hef mikinn áhuga á leikjum og leiklist sem kennsluaðferð og ákvað ég því að lokaverkefnið mitt myndi að einhverju leyti tengast því. 

bottom of page