top of page

Þreifikassaleikur

Markmið:

Að efla orðaforða nemenda og stafsetningu

 

Aldur:

Allur aldur. Hægt að hafa flóknari hluti eftir því eldri sem nemendur eru. 

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Ýmsir hlutir sem hægt er að þreyfa á, kassi til þess að setja hlutina í. Einnig hægt að nota ferðatösku eða bakpota til þess að setja hlutina ofan í

 

Lýsing:

Nemendur vinna 2 og 2 saman. Nemandi A fer ofan í kassan (töskuna) með hendurnar og þreifar á hlutunum og segir við nemanda B hvað hann heldur að hluturinn sé. Nemandi B skrifar niður á blað og reynir að stafsetja rétt.

 

Kennari fer yfir orðin og merkir við rétt og röng og fær nemendur til þess að leiðrétta

 

Heimild: Ingvar Sigurgeirsson. (1981). Nokkrir þroskaleikir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands

Hringur með bolta

Markmið:

Hægt að nota til að stefna á mismunandi markmið. 

 

Dæmi:

Nafnorð, sagnorð, lýsingaorð, samlagning, frádráttur, margföldun, deiling.

 

Aldur:

Allur aldur. Hægt að hafa flóknari hluti eftir því eldri sem nemendur eru.

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Bolti eða eitthvað til þess að kasta á milli. 

 

Lýsing: 

Allir nemendur fara í hring. Kennari ákveður efni sem nota skal. 

 

Dæmi:

Kennari velur nafnorð. Kennari kastar boltanum að einum nemanda og gefur dæmi um nafnorð eins og stóll. Sá sem grípur á næst að kasta boltanum að öðrum nemanda og segja annað nafnorð. Þannig gengur þetta þar til nemendur eru uppiskroppa á nafnorðum eða þar til kennari stoppar. 

 

Hugmynd af leik:

David Farmer. (2006). 101 drama games and activities. S.l. : Lulu

Orðaboðhlaup

Markmið:

Að efla orðaforða nemenda

 

Aldur:

Allur aldur

 

Fjöldi:

0-50. Nemendum skipt í hópa, 5-6 í hóp

 

Gögn:

Krítar/tússtafla og krítar og tússlitir

 

Lýsing:

Kennari skrifar orð á töfluna. Stutt orð ef lítill tími gefst, en lengra ef nægur tími er fyrir hendi. Hann skrifar orðið jafn oft upp á töflu og liðin eru. Þegar kennari gefur merki á einn úr hverju liði að hlaupa upp að töflu og skrifa eitt orð lóðrétt með einhverjum staf úr orðinu. 

 

Dæmi

 

B  Ó  K

a   l   a

r    i   r

n       l

 

Kennarinn skrifaði "bók" upp á töflu og skrifuðu nemendur "barn, óli og karl" út frá orðinu.

 

Hægt er að hafa leikinn erfiðari með því að hafa ákveðnar reglur eins og til dæmis að orðin mega bara vera nafnorð, sagnorð, staðarheiti og fleira.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/ordabodhlaup/

 

bottom of page