top of page

Þetta er nefið á mér

Markmið:

Að nemendur læri nöfn líkamsparta

 

Aldur:

6-11 ára

 

Fjöldi:

Tveir og tveir saman

 

Gögn:

Engin

 

Leiklýsing:

Nemendur vinna saman tveir og tveir. Þeir sitja eða standa á móti hvorum öðrum. Nemandi A byrjar leikinn á því að benda með vísifingri á einhvern líkamshluta sinn og nefnir þann líkamshluta með nafni annars líkamshluta.

 

Dæmi:

A bendir á magan á sér og segir um leið "þetta er nefið á mér". Þá á B að benda á þann líkamshluta sem A sagðist hafa bent á (nefið) og segir "þetta er hnéið á mér". Þannig heldur þetta áfram í ákveðin tíma eða þar til kennari sér að nemendur eru uppiskroppa á líkamspörtum.  

 

Heimild:

Ingvar Sigurgeirsson. (1981). Nokkrir þroskaleikir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands. 

Talið og sleppt

Markmið:

Að þekkja tölur

 

Aldur:

10-13 ára

 

Fjöldi

0-30

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Nemendur sitja í sætum sínum. Kennari velur ákveðna margföldunar töflu til dæmis þrisvar sinnum töfluna. Svo byrjar einn nemandi að segja 1, næsti segir 2 þriðji sem ætti að segja 3 segi "búmm". Allar tölur sem eru í þrisvar sinnum töflunni er sleppt. 

 

Hugmynd af leik:

David Farmer. (2005). 101 drama  games and activities. S.l. : Lulu

 

Nöfn úr landafræði

Markmið:

Nemendur þjálfa íslensk heiti um náttúruna

 

Aldur:

10-13 ára

 

Fjöldi:

0-30'

 

Gögn:

Orðabók eða símaskrá, blað og blýant fyrir alla nemendur

 

Lýsing:

Stjórnandi opnar orðabókina og símaskrána og bendir á einhvað orð. Segjum að hann hafi bent á orið hátalari. Þá eiga nemendur að skrifa niður allt sem þeir kunna úr landafræði sem byrjar á H. 

 

Heimild:

Niels E. Bindslev, Sigurður Helgason og Peter Sugar. (1989). Leikir fyrir alla. Reykjavík: Vaka.

 

 

Ég fór út í búð og keypti mér...

Markmið:

Að efla orðaforða, minni, eftirtekt og einbeitningu:

 

Aldur:

11-13

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Nemendur sitja við borðin sín en geta einnig setið í hring. Einn byrja á því að segja "Ég fór út í búð og keypti mér ..." og svo velur hann sé eitthvað sem hann segist hafa keypt sér eins og t.d. peysu og segir því "ég fór út í búð og keypti mér peysu". Næsti í röðinni segir svo "Ég fór út í búð og keypti mér peysu og ..." og svo velur hann sér eitthvað sem hann segist hafa keypt sér og þannig gengur þetta röðina þar til einhver ruglast. 

 

Heimild:

http://leikjavefurinn.is/eg-for-ut-i-bud-og-keypti-mer/ 

 

 

Hanastél

Markmið:

Að stafsetja rétt og þjálfa hugmyndaflug

 

Aldur:

10-13 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Blað og skriffæri

 

Lýsing:

Kennari hefur hjá sér bók eins og orðabók eða símaskrá. Hann opnar bókina á einhverjum stað og bendir á eitthvað orð. Hann segir stafinn sem orðið byrjar á, og eiga þá nemendur að skrifa eins mörg orð og þeir geta á ákveðnum tíma sem byrjar á þeim staf. Sá sem getur flest rétt orð vinnur.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/hanastel/

bottom of page