top of page

Site Title

Blindi bóndinn

Tilgangur:

Þekkja íslensk húsdýr

 

Aldur:

10-13 ára

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Eitthvað sem hægt er að nota til þess að búa til opna hurð inn í hlöðu.

 

Lýsing:

Einn er valinn sem blindi bóndinn. Hann stendur í opinni hurð í hlöðu sinni sem búið er að búa til. Hann er með lokuð augun svo ekki hann sjái ekki. Hinir nemendurnir í bekknum raða sér fyrir framan blinda bóndann og er búið að velja sér eitt dýr en hugsa það bara. Blindi bóndinn velur sér eina tegund húsdýrs og segir það upphátt. Þeir nemendur sem hafa valið sér það húsdýr eiga að reyna að komast inn í hlöðuna án þess að blindi bóndinn nái þeim. Bóndinn má færa sig um svæðið en húsdýrin mega einungis fara áfram. Þau mega ekki bakka eða færa sig frá bóndanum.

 

Heimild:

Ása Helga Ragnarsdóttir - munnleg heimild 

Stafsetning á öðrum fæti

Markmið:

Að þjálfa stafsetningu

 

Aldur:

10-13 ára

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Krítar/tússtafla

 

Lýsing:

Kennari biður einn og einn nemanda að koma upp að töflu. Kennari segir svo eitt orð sem nemandi á að reyna ð skrifa rétt, nema á meðan hann gerir það, á hann að standa á öðrum fæti og snúa hinum fætinum á meðan hann skrifar orðið. 

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/undirritun-a-odrum-faeti/

Setningapúsl

Markmið:

Að fá nemendur til þess að búa til málfræðilega réttar setningar

 

Aldur:

10-13 ára

 

Fjöldi:

2-3 í hóp

 

Gögn: 

Stök orð á miðum sem hægt er að raða saman í setningu.

 

Lýsing:

Nemendur fá miða með orðum á og eiga að reyna að búa til málfræðilega rétta setningu úr orðunum. Setningarnar skrifa þeir svo niður á blað og kennari fer yfir. Sá hópur sem býr til flestar réttar setningar, vinnur.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/setningapusl/

Rímleikurinn

Markmið:

Að læra að ríma 

 

Aldur:

10-13 ára

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Lítill bolti, eða eitthvað sem auðvelt er að kasta á milli

 

Lýsing:

Nemendur sitja í hring. Einn byrjar með boltann og finnur eitthvað orð eins og til dæmis "hús" og kastar svo boltanum á einhvern í hringnum og á sá aðilli að reyna að finna orða sem rímar við orðið sem fundið var upp á. Hann kastar svo boltanum til einhvers annars í hringnum og gengur þetta áfram þar til einhver getur ekki rímað. 

 

Heimild:

http://leikjavefurinn.is/ad-rima-ord-2/

bottom of page