top of page

Blindu mennirnir og fíllinn

Markmið:

Að efla nemendur í samvinnu og samtali

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

3-4

 

Gögn:

Ýmsir stórir hlutir eins og ryksuga, myndvarpi, kústur. 3 treflar

 

Lýsing:

Kennari byrjar á því að lesa einfalda sögu fyrir nemendur. Kennari biður nemendur um að segja ef að þeir skilja ekki orðin sem hann les, svo hann geti útskýrt fyrir þeim.

 

Saga:

Einu sinni fundu þrír blindir menn fíl. Þeir höfðu aldrei verið nálægt fíl áður og voru því mjög spenntir. Þeir þreifuðu á fílnum til þess að komast að því hvernig hann liti út. 

 

Fyrsti sagði: Fíllinn er langur og mjór eins og reipi.

Annar sagði: Nei, hann er hár, hrjúfur og breiður eins og veggur.

Þriðji sagði: Nei, ykkur skjátlast. Fíllinn líkist mest feitri slöngu. 

 

Þegar kennarinn hefur sagt söguna á hann að hefja umræður meðal nemenda. Hann fær þá til að ræða um það hvaða hluta fílsins blindu mennirnir snertu. Einnig hægt að spyrja hvernig blindu mennirnir hefðu útskýrt það ef þeir hefðu þreifað á eyrum eða fótum fílsins. 

 

Þegar umræður eru búnar, fá 3 nemendur að vera "blindir" með því að binda trefil utan um hausinn á þeim svo að þeir sjái ekki. Kennari hefur fundið til einhvern hlut sem þeir eiga að snerta. Hver nemandi fær þó aðeins að þreifa á einum hluta hlutsins. 

 

Dæmi: 

Kennari er með ryksugu. Einn nemandi snertir slönguna, einn snertir belginn og einn snertir dekkin og eiga þeir svo að lýsa því hvað þeir finna og eiga í sameiningu að finna út hvaða hlutur þetta er. 

 

 

Heimild:

Ingvar Sigurgeirsson. (1981). Nokkrir þroskaleikir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands

Palli og lyftan

Markmið:

Nota hugmyndaflugið og skapa samræður

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Kennari segir nemendur sögu og eiga þeir svo að ræða saman um spurningar sem kennarinn gefur upp í lokinn. Kennari brýnir fyrir nemendum að ef þeir skilja ekki orðin í sögunni þurfa þeir að segja kennara frá svo að hann geti útskýrt þau. 

 

Saga:

Palli, Kiddi og Nonni voru saman að leika sér þegar ókunnugur eldri maður kemur til þeirra. Maðurinn spyr þá hvort einhver af þeim vilji ekki vinna sér inn 500 kr. Drengirnir stöðvuðu leikinn og hlustuðu betur á manninn. Hann sagði þeim að hann byggi á 10.undu hæð í blokk og benti á hana. Næst sagði hann þeimm að hann hafi gleymt hattinum sínum heima hjá sér, og sá sem myndi sækja hattinn fengi 500 kr. 

Palli sagðist strax ætla að hlaupa og ná í hattinn og hljóp af stað.

Nonni sagði þá við Kidda að þeir skyldu vera á undan Palla og ná í hattinn. og hlupu af stað eins og fætur toguðu á eftir Nonna. Palli heyrði til þeirra og ákvað að hlaupa eins hratt og hann gæti og var á undan Kidda og Nonna inn í blokkina og fór beint inn í lyftuna. Palli og Kiddi ákváðu að þó að þeir vissu að lyftan væri fljót að fara á milli hæða, að þá myndu þeir hlaupa upp stigann og reyna að vera á undann. Þegar þeir voru að komast upp á þriðju hæð sáu þeir að lyftudyrnar opnuðust og kom Palli út úr lyftunni og skaust á undan þeim upp stigann á fjórðu hæð. 

 

Spurningar:

Afhverju stoppaði lyftan á þriðju hæð?

Hvers vegna  fór Palli ekki með lyftunni upp á 10. undu hæð?

Hver af þeim var fyrstur upp á 10. undu hæð?

 

Heimild:

Ingvar Sigurgeirsson. (1981). Nokkrir þroskaleikir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands. 

 

Lýsing hluta

Markmið:

Að þjálfa lýsingaorð og efla orðaforða

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

Tveir og tveir saman (allt í lagi að það séu fleiri saman)

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Nemendur vinna saman. Einn í hópnum hugsar sér ákveðin hversdagslegan hlut og lýsir honum eins vel og hann getur. Hinir í hópnum eiga að giska á hvaða hlut nemandinn hefur valið sér.

 

Hugmynd af leik:

David Farmer. (2005). 101 drama games and activies. S.l. : Lulu

 

 

Athyglisleikurinn

Markmið:

Að efla athyglisgáfu, minni og stafsetningu. 

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Ýmislegt, t.d. bók, tímarit, einhverjir hlutir.

 

Lýsing:

Nemendur sitja í sætum sínum. Kennari finnur til einhverja bók og lætur hana ganga um stofuna. Nemendur fá t.d. 30 sekúndur hver og skoðar bókina og lætur hana svo ganga áfram. Þegar hún hefur gengið á milli allra nemenda, spyr kennarinn spurningar um bókina sem nemendur eiga að reyna að svara. Það geta þeir gert með því að skrifa svörin niður á blað.

 

Spurningar sem kennarinn gæti spurt eru t.d.:

 

- Hvaða litir voru framan á bókinni?

- Hvað er bókin þung?

- Hvað er bókin breið?

- Hver er höfundur bókarinnar?

- Hve mörg orð eru framan á bókinni?

- Hve margar blaðsíður er bókin?

 

o.s.frv.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/bokaleikur/

 

 

10 orð

Markmið:

Að stafsetja rétt

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Skriffæri og blað

 

Lýsing:

Kennari skrifar 10 orð á blað sem mega tengjast á einhvern hátt, eða sem tengjast ekki neitt. Hann les orðin upp en nemendur mega ekki gera neitt nema að hlusta á kennarann. Þegar kennari hefur lesið upp öll 10 orðin, eiga nemendur að skrifa niður þau orð sem hann man, og reyna að skrifa þau rétt. Sá nemandi sem nær flestum orðum rétt skrifuðum, vinnur þann leik. 

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/tiu-ord/

 

 

bottom of page