top of page

Hlutaleikurinn

Markmið:

Að læra nöfn á ákveðnum hlutum.

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Nemendum er skipt niður í litla hópa. Einn hópur gerir í einu. Kennari segir nemendum í þeim hóp sem á að gera nafn á einhverjum hlut og á hópurinn að reyna að gera þann hlut einungis með líkamanum. Hinir nemendur reyna að giska hvaða hlut þeir eru að leika.

 

Dæmi um hluti:

- bíll

- skip

- klukka

- hjól 

 

Hugmynd af leik:

David Farmer. (2005). 101 drama games and activities. S.l.: Lulu

Að eignast vini og rífast

Markmið:

Að þjálfa samtöl

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

2 og 2 saman

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Nemendur ganga saman um stofuna í pörum. Þegar kennari segir til, eiga nemendur að byrja að þræta um eitthvað efni. Þegar kennari segir aftur til eiga nemendur að vera vinir aftur. Þá halda nemendur áfram að tala um efnið, nema sem vinir.

 

Heimild:

David Farmer. (2005). 101 drama games and activities. S.l.: Lulu.

 

Töflubingó

Markmið:

Að auka orðaforða

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Krítar/tússtafla og krít eða tússlitur

 

Lýsing:

Kennari skrifar orð vítt og dreift um töfluna. Nemendum er svo skipt upp í tvo hópa. Kennari les eitt orð af töflunni og á einn nemandi úr hvoru liði að keppast um að ná krítinni eða tússlitnum og strika yfir orðið sem kennarinn las upp. Fyrir hvert orð sem hóparnir ná, fá þeir stig. Þeir sem hafa fleiri stig eftir að öll orðin eru búin, vinna leikinn. 

 

Heimild:

http://leikjavefurinn.is/toflubingo/

Orðaleit

Markmið:

Að stafsetja orð rétt

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

0-30

 

Gögn:

Marga miða með bókstöfum á. 6-10 stykki af bókstöfum.

 

Lýsing:

Nemendum er skipt upp í 3-4 hópa og fær hver hópur sitt svæði. Staður er valinn í stofunni sem er jafn langt frá öllum hópum. Þar er miðunum með bókstöfunum komið fyrir þannig að bókstafirnir snúi niður. Kennari segir eitthvað orð og fer þá einn úr hverjum hóp að miðjunni og snýr við einum miða. Ef bókstafurinn á miðanum er í orðinu, hleypur nemandinn með bókstafinn aftur að sínum hóp og leggur á gólfið. Næsti nemandi hleypur að miðjunni og flettir einum miða. Ef bókstafurinn er ekki á miðanum, setur nemandinn miðann aftur á gólfið þannig að bókstafurinn snúi niður og hleypur að sínum hóp. Næsti leikmaður fer að stað og heldur þetta áfram þar til orðið er komið. Sá hópur sem nær fyrstur að gera orðið og gera það rétt, vinnur. 

 

Heimild:

http://leikjavefurinn.is/ordaleit/

Spuni - fundur

Markmið:

Að efla orðaforða

 

Aldur:

13-16 ára

 

Fjöldi:

5-15

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

4-5 nemendur sitja við borð og leika að þeir séu kennarar á fyrsta kennarafundi vetrarins. Þeir ræða saman um ýmis mál tengd skólastarfi. Þeir nemendur sem ekki leika kennara koma einn og einn inn í einu sem einhver persóna sem þeir hafa sjálfir valið sér og velja sér ástæðu fyrir því afhverju þeir trufla fundinn. Þeir geta valdið sér það til dæmis að vera skólastjóri sem vill segja frá mikilvægu máli, foreldri, nemandi eða bara hvers sem þeir detta í hug. Þegar allir nemendur hafa fengið eitthvað að segja, loka kennarar fundinum og leikurinn því búinn.

 

Hugmynd af leik:

www.leikumaflist.is

bottom of page