top of page

Að skoða og muna

Markmið:

Að fá nemendur til þess að skoða hluti og læra/muna nöfnin á þeim

 

Aldur:

6-11 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Ýmsir smáhlutir, dúkur eða annað til þess að hylja hlutina.

 

Leiklýsing:

Kennari leggur ýmsa smáhluti á borð og leggur dúk yfir. Nemendur eiga að raða sér í kringum borðið og tekur kennari dúkinn af í stutta stund, eða þar til nemendur hafa séð alla hlutina og velt þeim örlítið fyrir sér. Kennari leggur svo dúkinn yfir og eiga nemendur að skrifa niður þá hluti sem þeir muna eftir. 

Hægt að nota sem einstaklingsvinnu eða hópavinnu en þá skrifar hver hópur hlutina sem þeir muna á blað. 

 

Heimild:

Ingvar Sigurgeirsson. (1981). Nokkrir þroskaleikir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands

Flokkunarleikurinn

Markmið:

Læri að þekkja hugtök eins og þungur - léttur, þykkur - grannur, liti og fleira

 

Aldur:

6-11 ára

 

Fjöldi: 

0-50

 

Gögn:

Hlutir sem hægt er að flokka. Mislitir, misþungir og misbreiðir.

 

Lýsing:

Nemendur fá safn í hendurnar sem kennari hefur útbúið og eiga nemendur að flokka hlutina sem eru í boxinu eftir því sem á við. Hægt að láta nemendur flokka eftir lit, þyngd, útliti og fleira sem kennurum dettur í hug.

 

Hugmynd af leik:

Ingvar Sigurgeirsson. (1981). Nokkrir þroskaleikir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.

 

 

 

 

Ávaxtaleikurinn

Markmið:

Að nemendur læri íslensk heiti á ávöxtum. 

 

Aldur:

6-11 ára

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Engin

 

Lýsing:

Nemendur fara í hring og velja sér allir einn ávöxt. Fara þarf yfir hvaða ávexti nemendur völdu sér, því engin ávöxtur má vera eins. Kennari gæti sýnt nemendum myndir af þeim ávöxtum sem þeir völdu með tölvu eða ipad. Kennari velur einn ávöxt af þeim sem nemendur völdu sér og fer sá nemandi sem valdi þann ávöxt inn í hringinn. 

 

Nemandi A fer inn í hringinn og valdi hann til dæmis ávöxtinn epli. Hann velur sér einn ávöxt til þess að segja hratt og upphátt þrisvar sinnum. Hann segir til dæmis "banani, banani, banani". Þá á nemandi B sem valdi sér banana, að reyna að vera fljótari að segja heitið á ávexti sem nemandi A valdi sér. Ef nemandi A nær að segja banani þrisvar sinnum áður en nemandi B nær að segja epli þrisvar sinnum, fer nemandi A í hringinn og nemandi B fer inn í hringinn og tekur að sér hlutverk nemanda A. Ef A nær þessu ekki, heldur hann áfram inn í hringnum. Þetta gengur þar til allir hafa fengið að taka þátt. 

 

Heimild: 

David Farmer. (2005). 101 drama games and activities. S.l.: Lulu

 

 

Umferðaljósaleikurinn

Markmið:

Þekkja nöfn á litum

 

Aldur:

6-11

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn

Engin

 

Lýsing:

Kennari er stjórnandi. Hann notar litina gulur, rauður og grænn eins og umferðaljósin eru. Hann segir til dæmis grænn, þá eiga nemendur að labba eða hlaupa milli ákveðinna staða í stofunni. Ef kennari segir gulur eiga að nemendur að standa á öðrum fæti og þegar kennari segir rauður eiga nemendur að standa alveg kjurrir eða leggjast niður.

 

Hægt er að breyta hvaða litir kennarinn segir og hvað nemendur eiga að gera þegar kennari segir þá liti. 

 

Heimild:

David Farmer. (2005). 101 drama games and activities. S.l.: Lulu

 

bottom of page