top of page

Hvaða hljóð er þetta?

Markmið:

Læra hljóð á ákveðnum hlutum og stafsetja rétt

 

Aldur: 

Allur aldur. Hægt að hafa flóknari hluti eftir því eldri sem nemendur eru.

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Ýmsir hlutir sem framleiðir hljóð. T.d. hrista lykla, láta vatn renna, kveikja á eldspýtu, láta hluti detta, smella penna og margt fleira. 

 

Lýsing:

Nemendur sitja í sætunum sínum með blað og penna. Kennari framleiðir ákveðið hljóð og nemendur eiga að hlusta og reyna að greina hljóðið sem þeir heyra. Þegar kennari gefur leyf eiga nemendur að skrifa á blað hvað þeir héldu að þeir hafi heyrt. Kennari fer yfir stafsetningu með þeim þegar öll hljóð hafa verið framleidd.

 

Hugmynd af leik:

Ingvar Sigurgeirsson. (1981). Nokkrir þroskaleikir. Reykjavík: Kennaraháskóli Íslands.

Hengimann

Markmið:

Að stafsetja íslensk orð

 

Aldur:

Allur aldur. Hægt að hafa orðin erfiðari eftir því sem nemendur eru eldri.

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Krítartafla og krít (tússtafla og tússpenna)

 

Lýsing:

Einn er stjórnando og velur hann sér orð. Næst setur hann jafnmörg strik á töfluna í beina röð eins og stafirnir eru margir í orðinu sem hann valdi. Hinir nemendurnir í bekknum eiga að segja stafi og reyna að giska á hvaða orð stjórnandinn valdi sér.

 

Ef nemendur segja staf sem er ekki í orðinu, skrifar stjórnandi þann staf á töfluna. Fyrir hvern staf sem er vitlaust, á stjórnandi að teikna mann sem er að hengja sig. 

 

 

 

 

Orðaruna

Markmið:

Efla orðaforða

 

Aldur:

Allur aldur. Hægt að gera leik erfiðari með ákveðnum reglum

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Krítar/tússtafla og krít eða tússpenni

 

Lýsing:

Kennari velur einn nemanda sem finnur sér eitthvað orð sem hann segir upphátt. Kennari skrifar orðið upp á töflu. Næsti nemandi í röðinni finnur svo eitthvað orð sem byrjar á sama staf og orðið sem fyrri nemandinn fann upp á. 

 

Hægt er að gera leik erfiðari með því að leyfa til dæmis bara nafnorð eða sagnorð eða finna ýmsar reglur varðandi orðin sem nemendur eiga að finna.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/ordaruna/

 

Saltkjöt og baunir

Markmið:

Að efla orðaforða og stafsetja orð rétt

 

Aldur:

Allur aldur

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Krítar/tússtafla og krít eða tússpenni

 

Lýsing:

Kennari og nemendur finna orð sem hefur fjölda stafa sem er slétt tala. Orðið er skrifað lóðrétt upp á töflu. Helmingur orðsins er skrifaður niður og er hinn helmingur orðsins skrifaður upp við hliðina á fyrri helgming orðsins. Til dæmis orðið sjónvar.

 

S   P

J     R

Ó   A

N   V

 

Nemendur eiga svo að finna önnur orð sem byrjar á stafnum s og endar á stafnum p. 

 

Hægt að gera leik erfiðari með því að hafa ákveðnar reglur. Til dæmis að orðin mega bara vera nafnorð eða sagnorð eða þess háttar.

 

Hugmynd af leik: 

http://leikjavefurinn.is/saltkjot-og-baunir/

Að lesa aftur á bak

Markmið:

Að sjá fyrir sér í huganum og efla orðaforða

 

Aldur:

Allur aldur

 

Fjöldi:

0-50

 

Gögn:

Bók

 

Lýsing:

Kennari velur orð úr bók og les orðið aftur á bak. Nemendur eiga að reyna að finna út hvaða orð kennari var að lesa. Hægt að hafa þyngri orð eftir því sem nemendur eru eldri.

 

Hugmynd af leik:

http://leikjavefurinn.is/ad-lesa-afturabak/

bottom of page